Viðurkennd af þeim bestu

Hrafnhildur Lúthersdóttir á EM í 25 m laug í Köben.
Hrafnhildur Lúthersdóttir á EM í 25 m laug í Köben. Ljósmynd/Hörður Oddfríðarson

Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir undirstrikaði enn og aftur að hún er sundkona á heimsmælikvarða er hún hafnaði í 5. sæti á Evrópumótinu í 25 metra laug í 50 metra bringusundi sem haldið er í Royal Arena í Kaupmannahöfn, glæsilegum fjölnota leikvangi Dana. Þrátt fyrir að nafnið á leikvanginum beri það kannski með sér var ekki um að ræða neitt konunglegt freyðibað heldur vettvang þar sem besta sundfólk Evrópu etur kappi.

Hrafnhildur var að vonum afar ánægð með frammistöðu sína en hún tvíbætti Íslandsmetið í gær og jafnaði það einu sinni. Fyrst í undanrásunum er hún synti á 30,20 sekúndum, síðan í undanúrslitunum er hún synti á 30,03 sekúndum en hún synti á sama tíma í úrslitunum.

„Ég er greinilega búin að stimpla mig inn með þeim bestu,“ sagði Hrafnhildur við blaðamann Morgunblaðsins í Royal Arena. Hrafnhildur er í fremstu röð í heiminum og hefur sýnt það með því að hreppa tvenn silfur- og ein bronsverðlaun á Evrópumótinu í 50 metra laug í fyrra auk þess sem hún synti til úrslita á HM og á Ólympíuleikum. Að sögn Hrafnhildar var síðasta ár einfaldlega það besta í lífi hennar og erfitt að toppa en hún bjó við aðstæður þar sem sundið átti hug hennar allan. Að ná fimmta sætinu á EM í ljósi þess að hún er í miðri prófatörn í Háskóla Íslands undirstrikar enn frekar á hvaða stall Hrafnhildur er komin.

Nánar er rætt við Hrafnhildi í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert