Tveggja ára bið Montys á enda

Colin Montgomerie.
Colin Montgomerie. Reuters

Tveggja ára bið Colins Montgomeries eftir sigri á Evrópumótaröðinni lauk á Írlandi í dag. Monty sigraði á opna evrópska mótinu sem fram fór á hinum þekkta K club velli í Dublin. Monty lék samtals á ellefu höggum undir pari og var höggi á undan Svíanum Niclas Fasth sem virðist sjóðandi heitur um þessar mundir.

Montgomerie hefur alls sigrað þrjátíu og einu sinni á mótaröðinni en síðasti sigur var á móti í Hong Kong árið 2005. Monty viðurkennir að sér sé verulega létt: ,,Ég er í skýjunum. Það er virkilega gaman að þagga niður í gagnrýnisröddum en nokkrar þeirra hafa fullyrt að ég myndi aldrei sigra aftur á mótaröðinni. Það er staðreynd að þegar svona langt um líður frá síðasta sigri þá fer maður að efast um sjálfan sig. Þessi sigur er því mjög, mjög mikilvægur," sagði Montgomerie á blaðamannafundi í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert