Sandy Lyle ætlar að biðjast afsökunar

Sandy Lyle.
Sandy Lyle. AP

Skotinn Sandy Lyle hefur fengið mikla gagnrýni fyrir að hætta keppni eftir aðeins 11 holur á fyrsta keppnisdegi Opna breska meistaramótsins í gær.  Hann hefur nú beðist afsökunar á gjörðum sínum en mörgum þótti að sigurvegarinn frá árinu 1985 hafi sýnt mótinu og keppendum óvirðingu með því að hætta.

Lyle hringdi í stjórnarformann R&A, Peter Dawson, í dag ær þar sem hann útskýrði afhverju hann hætti keppni. Einn af þeim sem hefur gagnrýnt Lyle er Mark Brown frá Nýja-Sjálandi en hann var efstur á biðlista fyrir mótið og hann gerði sér ferð til Englands í þeirri von um að fá að taka þátt.

Umboðsmaður Lyle sagði í dag að Lyle myndi ganga frá sínum málum við R&A og hann myndi biðja forráðamenn mótsins afsökunar með formlegum hætti og einnig myndu áhorfendur mótsins fá formlega afsökunarbeiðni frá kylfingnum.

Lyle hefur gefið það óljóst í skyn að hann hafi átt við meiðsli á fingri að eiga undanfarnar vikur. Hann ætlar að taka þátt á Opna breska meistaramótinu fyrir eldri kylfinga sem hefst í næstu viku og þar á eftir koma tvö stórmót á mótaröð eldri kylfinga.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert