Kylfingum fjölgar í kreppunni

Ragna Björk Ólafsdóttir og Signý Arnórsdóttir eru afrekskylfingar í fremstu …
Ragna Björk Ólafsdóttir og Signý Arnórsdóttir eru afrekskylfingar í fremstu röð. mbl.is/Sig Elvar/golf@mbl.is

Ársþing Golfsambands Íslands fór fram um helgina þar sem Jón Ásgeir Eyjólfsson var endurkjörinn forseti sambandsins. Alls gáfu átta kost á sér í sex embætti. Þeir sem hlutu kosningu í stjórn GSÍ eru: Bergþóra Sigurmundsdóttir, GKG, Eggert Á. Sverrisson, GR, Guðmundur Friðrik Sigurðsson, GK, Gylfi Kristinsson, GS, Haukur Örn Birgisson, GO, og Kristín Magnúsdóttir, GR. Úr stjórn gengu þeir Róbert Svavarsson, GS, og Guðmundur Ólafsson, GKG.

Kylfingum sem skráðir eru í golfklúbba landsins fjölgaði um 4,5% á milli ára. Alls eru skráðir 15.292 kylfingar í GSÍ en á síðasta ári voru þeir 14.754.

Nánar í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka