Donald með forystu á Hilton Head

Luke Donald metur stöðuna áður en hann púttar á Hilton …
Luke Donald metur stöðuna áður en hann púttar á Hilton Head í gær. AFP

Englendingurinn Luke Donald er með tveggja högga forystu fyrir lokahringinn á PGA-móti á Hilton Head eyju í Suður-Karólínuríki í Bandaríkjunum en hann lék þriðja hringinn á 66 höggum í gær. Hann er samtals á 205 höggum, átta undir pari vallarins.

Donald, sem var um skeið efstur á heimslistanum, en er nú í 29. sæti eftir að hafa breytt um stíl. Sú ákvörðun virðist nú vera að skila sér því hann hefur sýnt snilldartilþrif í sterkum vindi á mótinu.

Bandaríkjamaðurinn John Huh er annar á sex höggum undir pari og síðan koma Bandaríkjamennirnir Jim Furyk, Nicholas Thompson og Ben Martin og Suður-Afríkubúinn Charl Schwartzel, allir á fimm höggum undir pari.

Donald hefur ítrekað verið nærri því að vinna mótið á Hilton Head undanfarin ár og endað í öðru eða þriðja sætinu í fjögur skipti á undanförnum fimm árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert