Valdís Þóra og Ragnhildur efstar eftir fyrsta dag

Eva Karen Björnsdóttir undirbýr sig fyrir pútt í Leirdalnum í …
Eva Karen Björnsdóttir undirbýr sig fyrir pútt í Leirdalnum í dag. mbl.is/Styrmir

Efstu konur á Íslandsmótinu í höggleik hafa komið sér í hús en mótið hófst í dag í Leirdal hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Eftir fyrsta daginn eru þær Valdís Þóra Jónsdóttir, Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, og Ragnhildur Kristinsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, efstar, á fjórum höggum yfir pari.

Næstar á eftir þeim koma þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, og Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, Golfklúbbi Akureyrar. Stefanía leiddi lengst af en fékk skolla á þremur síðustu holunum.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili fór hringinn á sex höggum yfir pari ásamt Kareni Guðnadóttur, Golfklúbbi Suðurnesja.

Margfaldur Íslandsmeistari, Ragnhildur Sigurðardóttir, lék hringinn á sjö höggum yfir pari ásamt Heiðu Guðnadóttur, Golfklúbbinum Keili. Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Sunna Víðisdóttir, GR, náði sér ekki á strik og lék á níu höggum yfir pari í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert