Vinna feðgarnir báðir?

Ingi Rúnar Birgisson og Birgir Leifur Hafþórsson eftir sigur Inga …
Ingi Rúnar Birgisson og Birgir Leifur Hafþórsson eftir sigur Inga á dögunum. Ljósmynd/gkg.is

Verða feðgar Íslandsmeistarar í golfi með átta daga millibili, hvor með aðstoð hins? Ingi Rúnar Birgisson úr GKG varð Íslandsmeistari í flokki drengja 14 ára og yngri um síðustu helgi en þá fór Íslandsmót unglinga fram á Strandarvelli við Hellu.

Faðir hans er fimmfaldi Íslandsmeistarinn Birgir Leifur Hafþórsson og hann var kylfusveinn sonar síns á mótinu.

Í dag snúast hlutverkin við því þá hefst Íslandsmót fullorðinna í Leirdal. Birgir Leifur reynir þar að vinna sinn sjötta Íslandsmeistaratitil fullorðinna og Ingi Rúnar er kylfusveinn hjá honum.

Þess má geta að Birgir Leifur var 16 ára þegar hann vann sinn fyrsta meistaratitil og Ingi Rúnar er því þegar búinn að skáka honum hvað það varðar. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert