Birgir Leifur á sjö högg fyrir lokahringinn

Axel Bóasson lék best allra í dag, en hér slær …
Axel Bóasson lék best allra í dag, en hér slær hann á teig á öðrum hring. Styrmir Kári

Birgir Leifur Hafþórsson er með sjö högga forystu fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í golfi á Leirdalsvelli, en Birgir Leifur lék þriðja hring í dag á fjórum höggum undir pari og er samtals á tólf höggum undir pari.

Axel Bóasson úr GK lék best allra í dag og kom sér upp í annað sætið. Hann fékk átta fugla og einn skolla, á síðustu holunni, og lék samtals á 64 höggum eða sjö undir pari og jafnaði um leið vallarmet Birgis. Hann er sjö höggum á eftir Birgi.

Jafn honum er Þórður Rafn Gissurarson á fimm höggum undir pari, en á eftir þeim koma þeir Bjarki Pétursson og Sigmundur Einar Másson, sem var annar eftir annan dag, en þeir eru á þremur höggum undir pari.

Staða efstu manna er þessi:

Birgir Leifur Hafþórsson (-12)
Axel Bóasson (-5)
Þórður Rafn Gissurarson (-5)
Bjarki Pétursson (-3)
Sigmundur Einar Másson (-3)
Kristján Þór Einarsson (-2)
Ólafur Björn Loftsson (-1)
Aron Snær Júlíusson (Par)
Gísli Sveinbergsson (Par)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert