Guðrún Brá og Ólafía í forystu eftir níu holur

Ragnhildur Kristinsdóttir hefur misst flugið á þriðja degi.
Ragnhildur Kristinsdóttir hefur misst flugið á þriðja degi. Styrmir Kári

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK eru í forystu í kvennaflokki þegar þriðji dagur er hálfnaður á Íslandsmótinu í golfi á Leirdalsvelli. Ólafía lék fyrri níu holurnar á tveimur höggum yfr pari og er samtals á sex höggum undir pari.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er einnig á sex yfir pari eftir að hafa leikið fyrri níu á einu undir, en þar á eftir koma Valdís Þóra Jónsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir á níu höggum yfir pari.

Ragnhildur hefur deilt forystunni eftir fyrstu tvo dagana en hefur leikið á fimm höggum yfir pari það sem af er degi og er fjórum höggum frá Ólafíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert