Kylfingar fagna vætunni

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hefur fjögurra högga forystu þegar …
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hefur fjögurra högga forystu þegar mótið er hálfnað og slær hér af teig í gær. Styrmir Kári

Það eru líklega flestir aðrir en bestu kylfingar landsins sem kvarta sáran yfir vætutíð suðvesturhornsins.

Öðrum degi á Íslandsmótinu í golfi á Leirdalsvelli lauk í gær þar sem ríkjandi meistari Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, jók forskot sitt. Hann lék á 68 höggum í gær og er samtals á átta höggum undir pari með fjögurra högga forskot fyrir seinni tvo dagana. Hann er einn af þeim sem taka rigningunni fagnandi.

„Aðstæður eru frábærar enda er þessi völlur betri þegar hann er blautur, flatirnar eru mun hraðari og erfitt að stoppa boltann þegar það er þurrt sem gerir völlinn erfiðari. Hann er bestur svona,“ sagði Birgir Leifur þegar blaðamaður tók hann tali fljótlega eftir annan hringinn í gær.

Sjá umfjöllun um Íslandsmótið í golfi í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert