Ragnar Már fór holu í höggi á Íslandsmótinu

Ragnar Már Garðarsson slær af teig í gær.
Ragnar Már Garðarsson slær af teig í gær. mbl.is/Styrmir Kári

Þriðji hringur á Íslandsmótinu í golfi er nú í fullum gangi á Leirdalsvelli. Síðustu ráshóparnir eru komnir af stað, en fyrir hringinn er Birgir Leifur Hafþórsson með fjögurra högga forystu í karlaflokki.

Högg dagsins og mótsins hingað til átti Ragnar Már Garðarsson úr GKG, en hann fór holu í höggi á fjórðu holu sem er 125 metra par 3 hola. Hann er samtals á einu undir pari í dag eftir fyrri níu holurnar en á sex yfir samtals. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert