Óþægilega mikil forysta

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson mbl.is/Eva Björk

„Ég var mjög ánægður með fyrstu þrjá hringina. Ég spilaði hrikalega traust golf en mér fannst virkilega óþægilegt að vera með svona mikla forystu. Ég vissi ekki alveg hvað ég átti að gera, hvort ég átti að vera grimmur eða ekki. Ég ákvað að vera grimmur í dag (í gær) og þá lendi ég í því á fyrstu holunum að misreikna vindinn og fæ þrjá skolla. Svo varð ég bara þolinmóður og þá kemur góða spilamennskan, þá koma fuglarnir á færibandi,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson nýkrýndur Íslandsmeistari í golfi í gær.

Minnstur fór munurinn á lokadeginum í fjögur högg. „Ég hleypti þeim aðeins inn í þetta, það er klárt en svo átti ég frábæran kafla á 12. til 14. holu og fékk þar þrjá fugla í röð og gerði eiginlega út um mótið þar,“ sagði Birgir sem spilar undir merkjum Golfklúbbs Kópavogs og Garðarbæjar og var því á heimavelli í gær.„Mér líður vel hérna, þetta er þannig golfvöllur að hann hentar mér mjög vel. Hann hentar þeim sem slá vel af teigum og inn á flatir. Það er mitt aðalsmerki “

Nánar er rætt við Birgi Leif í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert