Var slök og þolinmóð

Ólafía Þórunn púttar í gær.
Ólafía Þórunn púttar í gær. mbl.is/EvaBjörk

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur stóð uppi sem Íslandsmeistari í golfi í annað skipti gær þegar hún vann Íslandsmótið í höggleik á Leirdalsvelli en mótið var haldið hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.

Ólafía var að vanda afar glöð í bragði þegar Morgunblaðið tók hana tali eftir sigurinn. „Þetta var mjög spennandi,“ sagði Ólafía en baráttan var, líkt og í fyrra þegar mótið fór í umspil, afar hörð í kvennaflokki. Ólafía var hins vegar hin rólegasta þegar hún horfði til baka á lokabaráttuna „Ég var bara slök og þolinmóð, maður verður að vera það.“

Nánar er rætt við Ólafíu Þórunni Kristjánsdóttur í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert