Johnson hlúir að andlegri heilsu

Dustin Johnson hefði klárlega fengið sæti í Ryder-bikarliði Bandaríkjanna í …
Dustin Johnson hefði klárlega fengið sæti í Ryder-bikarliði Bandaríkjanna í næsta mánuði. AFP

Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson hefur ákveðið að draga sig til hlés um tíma til að hlúa að andlegri heilsu sinni. Hann missir því af PGA-meistaramótinu sem hefst í næstu viku, sem og Ryder-bikarnum í september.

Í yfirlýsingu sem Johnson sendi frá segir ekki hve lengi hann verði frá keppni en hann fer fram á að fjölmiðlar veiti honum næði á meðan hann vinni að því að ná fullum bata.

„Ég mun nýta tímann til að leita hjálpar hjá sérfræðingum vegna þeirra kvilla sem ég hef þurft að glíma við. Ég er sannfærður um að með því að nýta tíma minn og þau ráð sem til eru geti ég bætt andlega heilsu mína og þannig náð betri árangri og stöðugleika í golfinu,“ sagði Johnson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert