Tiger byrjar vel í Ohio

Tiger Woods slær af 14. teig í gær.
Tiger Woods slær af 14. teig í gær. AFP

Tiger Woods byrjaði vel á Bridgestone-boðsmótinu á Firestone-vellinum í Ohio, en fyrsti hringur mótsins var leikinn í gær. Efstur er Ástralinn Marc Leishmann, en hann lék fyrsta hringinn á sex höggum undir pari í gær.

Tiger lék á 68 höggum, tveimur undir pari, og fékk meðal annars sex fugla. Hann fór þrjár holur yfir parinu, en fékk alltaf fugl í kjölfarið. „Ég spilaði vel, missteig mig á þremur holum en kom alltaf aftur til baka,“ sagði Tiger, en hann fór þrjár holur yfir parinu en fékk alltaf fugl í kjölfarið.

Norður-Írinn Rory McIlroy sem vann Opna breska meistaramótið á dögunum er einu höggi á eftir Tiger, á einu undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert