Day og Furyk í forystu

Jason Day fékk sjö fugla í dag en líka skramba …
Jason Day fékk sjö fugla í dag en líka skramba og tvo skolla. AFP

Ástralinn Jason Day og Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk eru efstir fyrir lokahringinn á Barclays-mótinu í golfi sem fram fer í Paramus í New Jersey. Báðir eru á 9 höggum undir pari.

Furyk lék mjög stöðugt golf á 3. hringnum í dag, fékk tvo fugla en paraði hinar 16 holurnar og lék því samtals á tveimur höggum undir pari. Day var mun villtari; fékk skramba á 13. holu og skolla í tvígang en 7 fugla, og lék því samtals á 3 höggum undir pari. Hann náði því ekki alveg að fylgja eftir frábærum hring gærdagsins þegar hann lék á 7 höggum undir pari.

Staðan er ansi jöfn fyrir lokahringinn því Hunter Mahan er á 8 höggum undir pari og svo koma sjö kylfingar á 7 höggum undir pari.

Norður-Írinn Rory McIlroy er í 23. sæti á 4 höggum undir pari. Hann lék á einu höggi undir pari í dag og sex höggum undir pari í gær, en byrjaði mótið afar illa og lék á 3 höggum yfir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert