Gísli þriðji í Finnlandi

Gísli Sveinbergsson á Cooke-vellinum í Finnlandi sumarið 2013.
Gísli Sveinbergsson á Cooke-vellinum í Finnlandi sumarið 2013. Ljósmynd/gsimyndir.net

Kylfingurinn Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili endaði í þriðja sæti á Opna finnska áhugamannamótinu í golfi sem lauk í dag. Gísli lék lokahringinn á 72 höggum eða á einu höggi yfir pari.

Hann lék hringina þrjá á samtals þremur höggum undir pari, en fyrstu tvo hringina lék hann báða á 69 höggum. Gísli deildi þriðja sætinu með Samuel Echikson.

Finninn Lauri Russka sigraði á mótinu en hann lék hringina þrjá á samtals sjö höggum undir pari.

Bjarki Pétursson úr Golfklúbbnum í Borgarnesi varð í 25. sæti en hann lék á 73 höggum í dag eða á tveimur yfir pari og lauk keppni á samtals 9 höggum yfir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert