Spenna eftir fyrsta hring á Jaðarsvelli

Bjarki Pétursson er í forystu ásamt þremur öðrum eftir fyrsta …
Bjarki Pétursson er í forystu ásamt þremur öðrum eftir fyrsta hring. mbl.is/Árni Sæberg

Lokamót Eimskipsmótaraðarinnar í golfi, Goðamótið, hófst á Jaðarsvelli á Akureyri í morgun, en spilaðar eru 36 holur í dag og 18 á morgun og er fyrsta hring nú lokið.

Í karlaflokki er spennan mikil en fjórir kylfingar eru efstir og jafnir á 70 höggum eða 1 undir pari. Þetta eru þeir Gísli Sveinbergsson og Björgvin Sigurbergsson úr Golfklúbbnum Keili, Andri Már Óskarsson úr Golfklúbbi Hellu og Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness.

Í kvennaflokki er spennan ekki minni en þrír kylfingar deila þar efsta sætinu á 74 höggum, 4 yfir pari. Þetta eru þær Tinna Jóhannsdóttir úr Golfklúbbnum Keili, Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja og Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert