Vonandi hvatning fyrir alla unga kylfinga

Gísli Sveinbergsson má vera stoltur eftir afrek sitt í gær.
Gísli Sveinbergsson má vera stoltur eftir afrek sitt í gær. mbl.is/Styrmir Kári

„Ég er mjög ánægður með þetta,“ sagði kylfingurinn Gísli Sveinbergsson úr Keili, eldhress þegar Morgunblaðið spjallaði við hann í gær, eftir að hann hafði unnið Duke of York golfmótið í Skotlandi.

Mótið er gríðarlega sterkt ungmennamót, því aðeins landsmeistarar fá þátttökurétt í mótinu. Leika átti þrjá hringi á mótinu, en vegna þoku voru aðeins leiknir tveir hringir, og lék Gísli manna best.

„Aðstæður voru bara nokkuð góðar, miðað við það sem ég bjóst við. Það var ekkert mikill vindur og völlurinn var nokkuð blautur, þannig flatirnar voru ekkert sérstaklega harðar og það hentaði mér vel, fannst mér. Það var þoka alla dagana og því var erfitt að sjá. Mótinu var frestað nokkrum sinnum vegna þokunnar,“ sagði Gísli.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert