Ólafur fer vel af stað í Frakklandi

Ólafur Björn Loftsson.
Ólafur Björn Loftsson. Ljósmynd/Rósa Braga

Kylfingurinn Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum fer vel af stað á úrtökumóti í Frakklandi fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Ólafur er í 14. sæti að loknum fyrsta keppnisdegi, en 20-25 kylfingar komast á næsta stig í úrtöku fyrir Evrópumótaröðina.

Ólafur Björn lék á tveimur höggum undir pari í dag eða á 69 höggum. Hann spilaði nokkuð jafnt í dag. Hann fékk fjóra fugla og tvo skolla. Ólafur er þremur höggum á eftir efstu mönnum, en fimm kylfingar léku á 66 höggum í dag.

Úrtökumótið í Frakklandi er leikið á Golf d'Hardelot vellinum sem er staðsettur í bæ nálægt Ermasundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert