Azinger aftur fyrirliði?

Tom Watson var fyrirliði Ryder-liðs Bandaríkjanna á Gleneagles og gefur …
Tom Watson var fyrirliði Ryder-liðs Bandaríkjanna á Gleneagles og gefur hér fyrirskipanir. AFP

„Ég ætla ekki að útiloka neitt,“ sagði Paul Azinger, fyrrverandi fyrirliði bandaríska liðsins í Ryder-bikarnum í golfi, aðspurður hvort hann væri reiðubúinn að taka það hlutverk að sér aftur. Azinger er eini fyrirliðinn sem leitt hefur Bandaríkin til sigurs á 21. öldinni, en þau hafa sex sinnum þurft að sætta sig við tap fyrir Evrópu frá aldamótum. Evrópa vann með yfirburðum um helgina og áhugi bandarísks almennings á mótinu hefur snarminnkað.

Af 10 síðustu fyrirliðum Bandaríkjanna höfðu aðeins tveir verið varafyrirliðar, og Azinger segir það ekki ganga: „Kylfingarnir þurfa að aðlagast nýju kerfi í hvert sinn. Það er tímabært fyrir PGA að taka upp kerfi sem líkist því hvernig sambandið velur menn í embætti hjá sér, þar sem menn vinna sig upp,“ sagði Azinger. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert