Naflaskoðun hjá Bandaríkjamönnum

Phil Mickelson og Rickie Fowler sitja í nefndinni.
Phil Mickelson og Rickie Fowler sitja í nefndinni. AFP

Bandaríska golfsambandið hefur sett saman nefnd sem á að finna þær lausnir sem þarf til þess að koma Bandaríkjunum aftur á sigurbraut í keppninni um Ryder-bikarinn í golfi. Í nefndinni situr einn sigursælasti kylfingur allra tíma, Tiger Woods, ásamt tíu öðrum.

Fulltrúar núverandi kylfinga í nefndinni eru Tiger Woods, Phil Mickelson, Rickie Fowler og Jim Furyk. Þrír síðastnefndu léku í Rydernum á dögunum en Woods er meiddur eins og kunnugt er.

Þá er Steve Stricker í nefndinni en hann var í liðsstjórateymi Toms Watsons á Gleneagles í haust.

Þrír fyrrverandi fyrirliðar eru í nefndinni: Ray Floy, Tom Lehman og Davis Love III.

Einnig sitja þrír af helstu stjórnendum bandaríska golfsambandsins í nefndinni en það eru þeir
Paul Levy, Pete Bevacqua og Derek Sprague.

Evrópa hefur unnið átta af síðustu tíu keppnum um Ryder-bikarinn og þrjár í röð en áður fyrr voru Bandaríkjamenn ósigrandi eða þar til á níunda áratugnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert