Gísli í 109. sæti á áhugamannalistanum

Gísli Sveinbergsson.
Gísli Sveinbergsson. mbl.is/Styrmir Kári

Gísli Sveinbergsson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, bæði úr Keili, eru efst íslenskra kylfinga á heimslista áhugamanna. Gísli er í 107. sæti þrátt fyrir að vera einungis 17 ára gamall en hann hefur leikið mjög vel erlendis á árinu.

Netmiðillinn Kylfingur.is greinir frá þessu og þar kemur fram að Gísli ætli sér að leika á tveimur sterkum áhugamannamótum á Flórída í desember. Gísli hefur farið upp um 2400 sæti á listanum á árinu og gæti mögulega hækkað enn meira.

Guðrún Brá er í 331. sæti en Íslandsmeistarinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR gerðist nýlega atvinnumaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert