Arnór Snær er í fremstu röð

Helga Kristín Einarsdóttir lék afar vel í dag á Opna …
Helga Kristín Einarsdóttir lék afar vel í dag á Opna spænska unglingameistaramótinu. Styrmir Kári

Arnór Snær Guðmundsson lék á pari, 72 höggum, á öðrum keppnisdegi á Opna spænska unglingameistaramótinu á Bonmont vellinum við Barcelona í dag. Hann lék á einu höggi undir pari í gær og því samtals á einu höggi undir pari. Arnór Snær er í 10. - 12. sæti.

Stefán Þór Bogason er í 36. - 37. sæti á samtals sjö höggum yfir pari eftir dagana tvo. Hann lék á 76 höggum í dag, fjórum yfir pari.

Henn­ing Darri Þórðar­son lék á fjórum höggum yfir pari í dag og er samtals átta höggum yfir pari í 38. - 41. sæti.

Björn Óskar Guðjóns­son er á samtals 13 höggum yfir pari eftir tvo daga í 57. - 61. sæti. Hann var á sex höggum yfir pari í dag.

Helga Kristín Einarsdóttir lék flott golf í dag og var samtals á tveimur höggum yfir pari, 74 höggum eftir að hafa verið á ellefu höggum yfir pari í gær. Þessi góði hringur í dag færði Helgu Kristínu í 18.-20. sæti keppninnar eftir tvo hringi.

Hafdís Alda Jóhannsdóttir lék á 14 höggum yfir pari í dag, eða 86 höggum. Hún er í 33. sæti á samtals 30 höggum yfir pari eftir keppnisdagana tvo. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert