Birgir Leifur byrjar ekki vel

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. mbl.is/Styrmir Kári

Birgir Leifur Hafþórsson hefur ekki byrjað vel á fjórða hring loka­úr­töku­móts­ins fyr­ir Evr­ópu­mótaröðina í golfi á Spáni. 70 efstu kylf­ing­arn­ir af 156 fá að leika tvo hringi til viðbót­ar eft­ir dag­inn í dag.

Birgir Leifur er búinn að spila sex holur og er tveimur yfir pari í dag og er á samtals 3 höggum yfir parinu. Hann er sem stendur í 99. sæti og hann þarf því heldur betur að brettar upp ermar ef honum á að takast að að spila tvo síðustu hringina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert