Spennan mikil í dag

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Mikil spenna verður væntanlega hjá Birgi Leifi Hafþórssyni í dag á fjórða hring lokaúrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi. 70 efstu kylfingarnir af 156 fá að leika tvo hringi til viðbótar eftir daginn í dag. Birgir er sem stendur einungis höggi frá því sæti.

Birgir skilaði glæsilegum hring í gær. Lék á 68 höggum sem eru fjögur högg undir pari. Fékk fimm fugla og aðeins einn skolla. Mikil framför frá fyrstu tveimur hringjunum sem hann lék á 74 og 73 höggum. Leikið er á tveimur völlum í Katalóníu og í dag mun Birgir spila á vellinum sem hann lék á 73 höggum en sá er par 70. Morgunblaðið skýtur á að Birgir þurfi 68 högg eða færri til að komast áfram og leika tvo hringi til viðbótar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert