Tiger óhress með skáldað viðtal öldungs

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP

Tiger Woods, sem lengi var besti kylfingur heims, hefur krafist þess að fá afsökunarbeiðni frá golfblaðamanni á níræðisaldri, Dan Jenkins, sem birti skáldað viðtal við hann í tímaritinu Golf Digest.

Jenkins, sem hefur skrifað um golf í rúma sex áratugi, lætur þar Woods svara meinlegum spurningum á kjánalegan hátt, þar sem meðal annars kemur fram að kylfingurinn frægi njóti þess að reka starfsfólk sitt og leiðist að greiða þjórfé.

Woods segir að greinin sé meinfýsin og tilraun til að eyðileggja mannorð sitt og karakter.

Jenkins segir að hann hafi skrifað greinina vegna þess að honum hafi aldrei verið veitt einkaviðtal við Woods.

Greinin í Golf Digest.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert