Árs bann fyrir að breyta skorkorti

mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Aganefnd Golfsambands Íslands dæmdi íslenskan kylfing í tólf mánaða keppnisbann fyrir að breyta skori á skorkorti sínu á opnu móti í vor.

Netmiðilinn Kylfingur.is greindi frá þessu en þar segir að atvikið hafi átt sér stað á opnu móti sem fram fór á Hlíðavelli í Mosfellsbæ hinn 24. apríl.

Brotið var alvarlegt en samkvæmt úrskurði nefndarinnar breytti kylfingurinn skori sínu til hins betra eftir að hann og meðspilari hans höfðu báðir undirritað skorkortið.

Móttstjórn kærði málið til aganefndar sem úrskurðaði í málinu í júlí. 

Frétt Kylfings.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert