Allenby dregur sig út úr PGA-móti

Robert Allenby sést hér á golfmótinu sem fór fram í …
Robert Allenby sést hér á golfmótinu sem fór fram í borginni Honolulu á Hawaii. AFP

Ástralski kylfingurinn Robert Allenby hefur dregið sig út úr næsta móti á PGA-mótaröðinni sem hefst í Kaliforníu á morgun. Allenby var rænt á Hawaí um síðustu helgi eins og fram hefur komið og beittur ofbeldi. 

Allenby sendi frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að hann hefði hætt við þátttöku á mótinu að læknisráði. Hann reiknar engu að síður með því að jafna sig að fullu í náinni framtíð. Mótið sem um ræðir heitir Humana Challenge. 

Rannsókn á mannráninu er í fullum gangi hjá lögreglunni á Honolulu en samkvæmt bandarískum fjölmiðlum er enginn í haldi lögreglunnar vegna málsins enn sem komið er. 

Allenby er 43 ára og hefur fallið niður heimslistann á síðustu árum og er nú í 271 fyrsta. Hann hefur hins vegar átt flottan feril og náð því að sigra fjórum sinnum á PGA-mótaröðinni og einnig fjórum sinnum á Evrópumótaröðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert