Tiger ryðgaður á fyrsta mótinu

Tiger Woods kannar stöðuna í Phoenix í nótt.
Tiger Woods kannar stöðuna í Phoenix í nótt. AFP

Tiger Woods mætti til leiks á bandarísku PGA-mótaröðinni á ný í nótt þegar hann hóf keppni á Phoenix Open í Arizona.

Tiger, sem lengi var besti kylfingur heims en er nú í 104. sæti heimslistans, missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla. Hann var á fimm höggum yfir pari eftir tólf holur en náði að laga stöðuna á lokasprettinum og lauk fyrsta hring á 73 höggum, tveimur yfir pari vallarins.

Hann er níu höggum á eftir fyrsta manni en Ryan Palmer lék á 64 höggum, sjö undir pari. Keegan Bradley, Bubba Watson og Daniel Berger eru á sex undir pari en Berger var í hópi nokkurra kylfinga sem gátu ekki klárað hringinn áður en náttmyrkrið skall á.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert