Versti hringur í sögu Tigers

Tiger Woods var áhyggjufullur á svip á öðrum hring mótsins.
Tiger Woods var áhyggjufullur á svip á öðrum hring mótsins. AFP

Tiger Woods fer ekki vel af stað á PGA-mótaröðinni í golfi í ár, en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á opna Phoenix mótinu sem fram fer um helgina. Það sem meira er, Tiger endaði í neðsta sæti mótsins.

Til að bæta enn gráu ofan á svart var annar hringurinn algjör martröð fyrir Tiger. Hann lék á 82 höggum, ellefu yfir pari, sem er versta skor hans á atvinnumannaferlinum. Fyrsta hringinn lék hann á 73 höggum en frammistaðan á öðrum keppnisdegi skilaði Tiger neðsta sæti, en 132 keppendur voru skráðir til leiks.

Tiger var í miklum vandræðum með stutta spilið. Hann fékk sex skolla, tvo tvöfalda skolla og einn þrefaldan. 82 högg eru versta frammistaða hans á ferlinum en áður var það 81 högg fyrir þrettán árum síðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert