Love mun leiða Bandaríkin

Davis Love III.
Davis Love III. AFP

Davis Love III verður fyrirliði bandaríska liðsins í næstu Ryder-bikarkeppni í golfi en þetta var tilkynnt í gær.

Þetta er aðeins í annað sinn sem Bandaríkjamaður fær annað tækifæri til að stýra sínu liði eftir að hafa tapað, en undir stjórn Love töpuðu Bandaríkin gegn úrvalsliði Evrópu eftir ævintýralega endurkomu Evrópubúa árið 2012.

„Ég er með sama markmið og árið 2012 en ég er ekki sami fyrirliðinn. Ég held að við þurfum ekki að gera miklar breytingar. Við þurfum að gera smávægilegar breytingar til að fá hálft stig hér og hálft stig þar,“ sagði Love.

Love mun fá að velja fjóra kylfinga sjálfur, í 12 manna liðið, en Tom Watson, sem stýrði Bandaríkjunum í fyrra, fékk að velja þrjá.

Áður hafði verið tilkynnt að Darren Clarke myndi stýra liði Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert