Hola í höggi í 7. skipti

Ventura-völlurinn er svo sannarlega heimavöllur Sigurjóns R. Gíslasonar.
Ventura-völlurinn er svo sannarlega heimavöllur Sigurjóns R. Gíslasonar.

Sigurjón R. Gíslason, kylfingur úr Golfklúbbnum Keili, fór holu í höggi á Venturavellinum í Flórídaríki í Bandaríkjunum á dögunum og var það í sjöunda skipti sem Sigurjón afrekar það. Var þetta auk þess í fimmta skipti sem Sigurjón fer holu í höggi á þessum golfvelli.

Sigurjón, sem er 78 ára gamall, er þar með í öðru sæti yfir þá Íslendinga sem farið hafa oftast holu í höggi. Fór hann upp fyrir þá Kjartan L. Pálsson og Bert Hanson sem báðir hafa gert það sex sinnum.

Langefstur er hins vegar sexfaldur Íslandsmeistari, Björgvin Þorsteinsson úr GA, en hann hefur farið ellefu sinnum holu í höggi. Björgvin afrekaði sumarið 2010 að fara holu í höggi tvo daga í röð á Jaðarsvellinum á Akureyri.

Sigurjón fór holu í höggi í þetta skiptið á 2. holu vallarins sem er 119 metrar. kris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert