Ófarir McIlroys halda áfram

Rory McIlroy.
Rory McIlroy. AFP

Ófarir Norður-Írans Rory McIlroys héldu áfram í dag á WGC heimsmótaröðinni í golfi. Eftir að hafa misst af niðurskurðinum á Honda-meistaramótinu sem er hluti af PGA-mótaröðinni í síðustu viku þá er byrjun McIlroys á WGC-Cadillac mótinu litlu skárri.

Mótið er einnig hluti af PGA-mótaröðinni en eftir fyrsta dag er kappinn ellefu höggum frá efsta manni, JB Holmes sem lék á tíu höggum undir pari en McIlroy fór daginn á einu höggi yfir pari.

Það styttist óðfluga í fyrsta risamót ársins í golfi en meistaramótið (e. Masters) hefst í byrjun apríl. 

Því verður McIlroy heldur betur að girða sig í brók ætli hann að halda í við árangur síðasta árs þegar hann vann tvö risamót af fjórum. Þá vann hann opna breska meistaramótið og PGA-meistaramótið. Samtals hefur McIlroy unnið fjóra risatitla á ferlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert