Uppskar fugl fyrir holu í höggi

Aaron Baddeley náði draumahögginu, en þar með er ekki öll …
Aaron Baddeley náði draumahögginu, en þar með er ekki öll sagan sögð. AFP

Það geta flestir verið sammála um það að draumur hvers kylfings er að slá holu í höggi. Ástralinn Aaron Baddeley náði draumahögginu á Opne Texas-mótinu í golfi í gær, en þar með er þó ekki öll sagan sögð.

Hinn 34 ára gamli Baddeley tók upphafshöggið á sautjándu holu, sem er par 4. Ekki vildi þó betur til en svo að boltinn lenti í miklu skóglendi, og eftir nokkra leit var hann úrskurðaður óleikhæfur. Baddeley þurfti því að taka víti, skottast aftur upp á teig og taka annað upphafshögg - hans þriðja á holunni.

„Ég sló boltann og fór að labba af stað út á braut þegar ég heyrði mikil hróp frá áhorfendum, það voru allir mjög æstir,“ sagði Baddeley, en upphafshöggið fór eftir allri brautinni, alls 336 yarda, og í holuna. Engu að síður fékk Baddeley „aðeins“ fugl.

Án efa gremjulegt fyrir Baddeley, og ekki síst fyrir þær sakir að hefði þetta verið hans fyrsta högg á holunni væri hann einungis annar kylfingurinn í sögu PGA-mótsins sem fer holu í höggi á par 4 braut.

Hér má sjá högg Baddeleys á 17. holu.
Hér má sjá högg Baddeleys á 17. holu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert