Leitar til sama þjálfara og liðsstjóri Ryder-liðsins

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. mbl.is/Styrmir Kári

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, fagnaði á dögunum sigri á sterku háskólamóti í Bandaríkjunum. Mótið fór fram á Southwood-vellinum í Tallahassee á Flórída. Frábært skor Guðmundar vakti athygli en hann lék holurnar 54 á 17 höggum undir pari og lék til að mynda fyrsta hringinn á aðeins 63 höggum.

„Fyrsti hringurinn gaf náttúrlega tóninn og þá var ég kominn langt undir parið. Ég sló mjög vel og púttaði einnig mjög vel. Þegar maður gerir það þá er þetta frekar auðvelt en það er ekki oft sem þeir þættir ganga svona vel upp. Ég hafði í tveimur mótum þar áður slegið vel en ekki tekist að setja saman gott skor. Maður þarf að vera með sjúkt sjálfstraust í þessari íþrótt og því kemur það mér aldrei á óvart þegar maður spilar vel. Maður veit hvað maður getur,“ sagði Guðmundur þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans. Var þetta fyrsti sigur Guðmundar í Bandaríkjunum en hann nemur eðlisfræði við East Tennessee State-háskólann og keppir fyrir skólaliðið.

Nánar er rætt við Guðmund í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert