Ólafía og Valdís keppa í Svíþjóð

Golfmót. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Golfmót. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. mbl.is/Styrmir Kári

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi, og Valdís Þóra Jónsdóttir, tvöfaldur Íslandsmeistari, hófu keppni á móti í Svíþjóð í dag.

Ólafía sem keppir fyrir GR lék á 74 höggum sem er tvö högg undir pari vallarins. Valdís sem keppir fyrir Leyni var á 78 höggum.

Mótið fer fram á Haverdals vellinum í Halmstad í Svíþjóð. Tveir kylfingar deila efsta sætinu á -2 eftir fyrsta hringinn. Ólafía er í 19. sæti en Valdís í 64. sæti. 

Mótið er hluti af LETAS atvinnumótaröðinni í Evrópu - sem er næst sterkasta atvinnugolfmótaröð kvenna á eftir sjálfri LET Evrópumótaröðinni. Er þetta fjórða mótið á mótaröðinni sem þær taka þátt í á árinu. 

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert