Axel aftur í landsliðið - systur spila saman

Axel Bóasson er kominn á ný í landsliðið.
Axel Bóasson er kominn á ný í landsliðið. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Úlfar Jónsson hefur valið karla-, kvenna- og piltalandslið Íslands í golfi sem mun taka þátt á Evrópumóti landsliða í byrjun júlí.

Axel Bóasson kemur á ný inn í karlalandsliðið og þá eru systur, þær Heiða og Karen Guðnadætur báðar í kvennalandsliðinu. Gísli Sveinbergsson sem áður var í A-landsliðinu er enn gjaldgengur með U18 ára landsliðinu og keppir með þeim.

Kvennalandsliðið keppir á Helsingör golfvellinum sem er einn af þeim elstu í Danmörku 7. til 11. júlí en Björgvin Sigurbergsson mun stýra liðinu.

Karlalandsliðið keppir á Postolowo golfvellinum í Póllandi en völlurinn er sá næstlengsti í Evrópu, alls 7101 metri að lengd en keppt er þar 8. til 11. júlí. Atvinnumaðurinn Birgir Leifur Hafþórsson mun stýra karlalandsliðinu.

U18 ára landsliðið mun keppa á Pickala Park Course golfvellinum í Finnlandi þann 7. til 11. júlí en Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari verður með drengjunum.

Kvennalandsliðið:

Anna Sólveig Snorradóttir, GK.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK.
Heiða Guðnadóttir, GM.
Karen Guðnadóttir, GS.
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR.
Sunna Víðisdóttir, GR.

Karlalandsliðið:

Andri Þór Björnsson, GR.
Axel Bóasson, GK.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR.
Haraldur Franklín Magnús, GR.
Kristján Þór Einarsson, GM.
Rúnar Arnórsson, GK.

U-18 ára piltalandsliðið:

Fannar Ingi Steingrímsson, GHG.
Gísli Sveinbergsson, GK.
Björn Óskar Guðjónsson, GM.
Henning Darrri Þórðarson, GK.
Tumi Hrafn Kúld, GA.
Hlynur Bergsson, GKG.

Úlfar Jónsson.
Úlfar Jónsson. mbl.is/Ernir
Heiða Guðnadóttir, Golfklúbbi Mosfellsbæjar, á teig í morgun.
Heiða Guðnadóttir, Golfklúbbi Mosfellsbæjar, á teig í morgun. Ljósmynd/Golfsamband Íslands
Karen Guðnadóttir.
Karen Guðnadóttir. Ljósmynd/GSÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert