Fuglastríðið í KPMG-bikarnum skilaði einni milljón

Sigurliðið - Pressulið undir stjórn Páls Ketilssonar og Ragnhildar Sigurðardóttur
Sigurliðið - Pressulið undir stjórn Páls Ketilssonar og Ragnhildar Sigurðardóttur Ljósmynd/GSÍ

Pressuliðið hafði betur gegn landsliðinu í KPMG-bikarnum sem fram fór við frábærar aðstæður á Grafarholtsvelli í dag.

Þar áttust við úrvalslið áhuga - og atvinnukylfinga og landsliðin sem valin voru fyrir verkefnin á Evrópumótunum sem fram fara í byrjun júlí. Keppendur léku vel við góðar aðstæður og sumarbúðirnar í Reykjadal nutu góðs af því.  

Keppnisfyrirkomulagið í KPMG-bikarnum er sótt í hefðir Ryderkeppninnar og leikinn var holukeppni. Sex fjórmenningsleikir fóru fram þar sem tveir voru saman í liði og léku þeir einum bolta til skiptis. Fimm tvímenningsleikir fóru fram þar sem tveir kylfingar áttust við.

Fyrir hvern fugl í KPMG-bikarnum rann ákveðinn upphæð til styrktar sumarbúðunum í Reykjadal. Alls safnaðist ein milljón kr. en keppendur náðu alls 79 fuglum. Margrét Vala Marteinsdóttir tók við fjárhæðinni fyrir hönd Reykjadals. Síðast þegar slíkt var gert í KPMG-bikarnum safnaðist rúmlega hálf milljón kr.

Árlega koma um 300 börn og ungmenni í Reykjadal yfir tímabil sem spannar sumarið og helgardvalir á veturna. Sumarbúðirnar hafa það að leiðarljósi að gefa þeim börnum og ungmennum sem þurfa sérstaka þjónustu vegna fötlunar tækifæri til að komast í sumarbúðir líkt og ófatlaðir jafnaldrar þeirra.


Landslið ı Pressulið - úrslit:
4 ½ - 6 ½

Leikur 1.  Fjórmenningur.
Landslið Hlynur Bergsson GKG - Tumi Hrafn Kúld GA. 2/1 sigur.  
Pressulið: Hákon Örn Magnússon GR - Sigurþór Jónsson.

Leikur 2. Fjórmenningur.
Landslið: Björn Óskar Guðjónsson GM -  Henning Darri Þórðarson GK. 2/0 sigur.
Pressulið: Emil Þór Ragnarsson GKG - Birgir Björn Magnússon GK.

Leikur 3. Tvímenningur.
Landslið: Gísli Sveinbergsson GK.
Pressulið: Egill Ragnar Gunnarssons GKG. 3/2 sigur.

Leikur 4. Fjórmenningur.
Landslið: Ragnhildur Kristinsdóttir GR - Anna Sólveig Snorradóttir GK. 6/4 sigur.
Pressulið: Berglind Björnsdóttir GR -  Saga Traustadóttir GR.

Leikur 5. Fjórmenningur.
Landslið: Karen Guðnadóttir GS - Heiða Guðnadóttir GM.
Pressulið: Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG - Helga Kristín Einarsdóttir NK. 2/1 sigur.

Leikur 6. Fjórmenningur.
Landslið: Haraldur Franklín Magnús GR - Andri Þór Björnsson GR. 1/0 sigur.
Pressulið: Stefán Már Stefánsson GR - Benedikt Sveinsson GK.

Leikur 7. Fjórmenningur.
Landslið: Axel Bóasson GK -  Rúnar Arnórsson GK.
Pressulið: Aron Snær Júlíusson GKG -  Ólafur Björn Loftsson GKG 2/1 sigur

Leikur 8. Tvímenningur.
Landslið: Sunna Víðisdóttir GR.
Pressulið: Signý Arnórsdóttir GK. 6/5 sigur.

Leikur 9. Tvímenningur.
Landslið: Kristján Þór Einarsson GM.
Pressulið: Þórður Rafn Gissurarson GR 6/5 sigur.

Leikur 10. Tvímenningur.
Landslið: Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK. jafnt.
Pressulið: Valdís Þóra Jónsdóttir GL. jafnt.

Leikur 11. Tvímenningur.
Landslið: Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR.
Pressulið: Birgir Leifur Hafþórsson GKG  5/3 sigur.

Símon Á. Gunnarsson varaformaður stjórnar KPMG afhenti Margréti Völu ávísun …
Símon Á. Gunnarsson varaformaður stjórnar KPMG afhenti Margréti Völu ávísun upp á 1. milljón kr. í dag í Grafarholti. Ljósmynd/GSÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert