Birgir Leifur á þremur yfir pari

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. mbl.is/Styrmir Kári

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er í 98. – 108. sæti að loknum fyrsta hring á Áskorendamótaröð Evrópu, en keppt er á Hartl golfsvæðinu í Þýskalandi.

Birgir lék fyrsta hringinn í dag á 74 höggum eða þremur höggum yfir pari, en hann fékk þrjá fugla og sex skolla. Hann er ellefu höggum á eftir efsta manni, Ricardo Gouveia frá Portúgal, sem lék fyrsta hringinn á 63 höggum eða átta undir pari.

Birgir fékk boð um að taka þátt með skömmum fyrirvara þar sem hann hefur styrkt stöðu sína á styrkleikalista næst sterkustu atvinnumótaraðar Evrópu að undanförnu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert