Birgir Leifur keppir í Áskorendamótaröðinni

Birgir Leifur Hafþórsson og sonur hans Ingi Rúnar Birgisson
Birgir Leifur Hafþórsson og sonur hans Ingi Rúnar Birgisson mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í golfi 2014, hefur keppni í dag á móti á Áskorendamótaröð Evrópu. Birgir fékk boð um að taka þátt með skömmum fyrirvara þar sem hann hefur styrkt stöðu sína á styrkleikalista næst sterkustu atvinnumótaraðar Evrópu að undanförnu. 

Mótið fer fram á Hartl golfsvæðinu í Þýskalandi sem er stærsta golfvallasvæði í Evrópu.

Birgir Leifur er í 97. sæti á peningalista Áskorendamótaraðarinnar en það er að miklu að keppa fyrir GKG kylfinginn að bæta stöðu sína á þeim lista. Birgir hefur aðeins leikið á þremur mótum á þessu tímabili á Áskorendamótaröðinni. Hann varð áttundi á KPMG mótinu í Hollandi en hann endaði í 58., og 42. sæti á hinum tveimur mótunum. 

Í fyrra fékk Birgir Leifur aðeins tækifæri á einu móti á Áskorendamótaröðinni en árið 2011 lék hann á átta mótum og árið 2006 fékk hann alls 17 mót. 

Árangur Birgis Leifs á Áskorendamótaröðinni: 

Birgir Leifur hafði áætlað að leika á meistaramóti GKG sem fram fer þessa dagana á Leirdalsvelli – en þar er Ólafur Björn Loftsson efstur á -1 eftir fyrsta hringinn.

Staðan á mótinu: 
 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert