Hola í höggi hjá Fowler (myndskeið)

Rickie Fowler
Rickie Fowler AFP

Bandaríkjamaðurinn Ricke Fowler byrjaði vel og lék á 67 höggum þegar Quicken Loans National mótið hófst á PGA-mótaröðinni í golfi í dag. Fowler er á fjórum höggum undir pari en hann var á tveimur undir pari á einni par 3 holunni. 

Fowler fór sem sagt holu í höggi og gerði það á 9. braut. Fowler hóf leik á 10. teig og lauk því hringnum á draumahöggi við góðar undirtektir annarra í ráshópnum.

Gamla kempan Retief Goosen frá Suður-Afríku er efstur ásamt Rio Yshikawa frá Japan en þeir voru báðir á átta undir pari á fyrsta hring. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert