Spieth langt frá niðurskurði og missir toppsætið

Jordan Spieth hefur átt betri daga en í dag.
Jordan Spieth hefur átt betri daga en í dag. AFP

Jordan Spieth er búinn að kasta frá sér efsta sæti heimslistans í golfi með frammistöðu sinni á Barclays-mótinu, þar sem 125 stigahæstu kylfingar PGA-mótaraðarinnar í ár leika.

Spieth lék á þremur höggum yfir pari í dag, og samtals á sjö höggum yfir pari á fyrstu tveimur keppnisdögum mótsins. Hann komst því ekki í gegnum niðurskurðinn og var raunar fjórum höggum frá því.

Þar með er ljóst að hann missir efsta sæti heimslistans aftur til Rory McIlroy, þegar nýr listi verður gefinn út á mánudag, eftir að hafa haldið því í tvær vikur.

Bubba Watson er efstur á mótinu á sjö höggum undir pari en fjórir kylfingar koma næstir á eftir honum á sex höggum undir pari, þeir Henrik Stenson, Tony Finau, Zach Johnson og Jason Dufner.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert