McIlroy hefur komið á 118 flugvelli á árinu

Rory McIlroy
Rory McIlroy AFP

Rory McIlroy, kylfingurinn snjalli frá Norður-Írlandi, íhugar nú að minnka hjá sér dagskrána og segir álagið vegna ferðalaga taka sinn toll.

„Eitt hundrað og átján mismunandi flugvellir á einu ári. Það er heilmikið. Ég hafði ekki áttað mig á því að þeir væru svona margir á árinu. Ég held að næturnar á hótelum hafi verið alls 287. Það er heilmikið,“ sagði McIlroy meðal annars í spjalli við BBC og staðfesti að hann hefði íhugað að draga sig út úr Evrópumótaröðinni og einbeita sér alfarið að PGA-mótaröðinni.

„Hef ég íhugað það? Já, ég hef gert það. Myndi ég láta verða af því? Nei líklega ekki.“

Á Evrópumótaröðinni þurfa kylfingar að keppa í að minnsta skoti þrettán mótum til að vera gjaldgengir í lokamót mótaraðarinnar. Auk þess þurfa menn að keppa á Evrópumótaröðinni til að vera gjaldgengir í Ryder-lið Evrópu.

„Ég elska Ryder-bikarinn og langar ávallt að vera með. Er það ein ástæðan fyrir því að ég held áfram á Evrópumótaröðinni ásamt ýmsum fínum framtíðaráætlunum sem þar eru á teikniborðinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert