Axel öruggur áfram á lokaúrtökumótið

Axel Bóasson.
Axel Bóasson. Ljósmynd/GSÍ

Axel Bóasson úr Keili tryggði sér í gær sæti á lokaúrtökumótinu fyrir Nordic Golf atvinnumótaröðina. Axel endaði í 3.-4. sæti á -2 samtals en hann lék síðari keppnishringinn á 75 höggum en hann lék fyrri hringinn á 67 höggum. 

Alls komust 22 efstu áfram á lokaúrtökumótið sem hefst á morgun, fimmtudag, og fer það fram á þessum sama velli, Skjoldenæsholm vellinum í Danmörku. Ólafur Björn Loftsson úr GKG verður á meðal keppenda á því móti einnig.

Alls voru fimm mót á fyrra stigi úrtökumótsins fyrir Nordic League atvinnumótaröðina. Mótaröðin er í hópi atvinnumótaraða sem teljast vera þriðju sterkustu atvinnumannadeildir Evrópu. Mótaröðin er samvinnuverkefni danska-, sænska- og norska golfsambandsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert