Ólafía og Valdís hefja leik í dag á lokamótinu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mbl.is/Styrmir Kári
<span>Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni hefja leik í dag á lokamóti tímabilsins á LETAS atvinnumótaröðinni í golfi.</span> <span> Mótið fer fram á Englandi og er að miklu að keppa fyrir íslensku atvinnukylfingana. Tuttugu efstu á stigalista mótaraðarinnar fara beint inn á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina í Marokkó í lok ársins. </span> <span>Ólafía er í 16. sæti stigalistans en hún komst i gegnum niðurskurðinn á síðasta móti sem fram fór í Portúgal í síðustu viku. Valdís Þóra er í 25. sæti en hún missti af mikilvægum stigum á síðasta móti þegar hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn. <br/> <br/> Þetta er fyrsta tímabilið hjá Ólafíu á LETAS atvinnumótaröðinni, sem er sú næst sterkasta í Evrópu, á eftir sjálfri LET Evrópumótaröð kvenna. Ólafía hefur tvívegis fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi, 2011 og 2014. Valdís Þóra hefur líkt og Ólafía sigrað tvívegis á Íslandsmótinu í golfi, 2009 og 2012. Hún er á öðru tímabili sínu á LETAS mótaröðinni en fyrir ári síðan endaði hún í 38. sæti á stigalistanum. <br/> <br/> Alls eru tvö stig á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í lok ársins. Ein íslensk kona hefur náð að tryggja sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni en það gerði Ólöf María Jónsdóttir úr Keili en það gerði hún árið 2004. </span>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert