Lengri bið eftir frumrauninni

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir gæti keppt í Kína.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir gæti keppt í Kína. mbl.is/Styrmir Kári

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, verður ekki með í fyrstu mótum ársins á Evrópumótaröðinni. Þrjú mót munu fara fram í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi í febrúar.

Nú er ljóst að þær þrjátíu sem unnu sér keppnisrétt á mótaröðinni í gegnum úrtökumótin munu ekki komast að í fyrstu mótunum.

Ólafía er því ekki á leið í langa ferð til Eyjaálfu heldur bíður eitthvað lengur eftir sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðinni. Um 145 sæti eru iðulega í boði á golfmótum á stærstu mótaröðum heimsins. Nýliðarnir á mótaröðinni eru ekki með nein stig ennþá né upphæðir á peningalistanum.

Sjá umfjöllun um keppni Ólafíu Þórunnar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert