Ný stjarna á sjónarsviðið

Danny Willett slakar á í Augusta í gær.
Danny Willett slakar á í Augusta í gær. AFP

Danny Willett var fyrir nokkrum mánuðum líklega þegar farinn að gæla við að 10. apríl 2016 yrði einn af bestu dögum lífs síns. Þá var áætlað að kona hans, Nicole, myndi fæða fyrsta barn þeirra.

Þess vegna hafði Willett líka ákveðið að hann væri ekki á leiðinni á Augusta-völlinn í Bandaríkjunum til þess að spila á Masters-mótinu í golfi – hann vildi auðvitað vera viðstaddur fæðingu frumburðarins. Sonurinn, Zachariah James, fæddist hins vegar 12 dögum fyrir settan dag og gaf pabba sínum þannig færi á að reyna sig á Masters, sem endaði með því að Willett fagnaði í fyrsta sinn sigri á risamóti og klæddist græna jakkanum eftirsótta.

Best sjötta sæti á risamóti

Willett kom öllum á óvart. Hann hefur þó best náð 6. sæti á risamóti, og unnið fjögur mót á Evrópumótaröðinni frá árinu 2012, en var alls ekki líklegur til að verða fyrsti Evrópubúinn á þessari öld til að vinna Masters. Það leit líka allt út fyrir að heimamaðurinn Jordan Spieth myndi vinna annað árið í röð, en hann klúðraði málum með skelfilegum lokahring, þar sem hann lék meðal annars á 4 höggum yfir pari á 12. holu, eftir að hafa fengið tvo skolla í röð.

Nánar er fjallað um Willett í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert