Tiger Woods snýr aftur í júní

Tiger Woods snýr aftur á golfvöllinn í júní.
Tiger Woods snýr aftur á golfvöllinn í júní. TIMOTHY A. CLARY

Tiger Woods, sem var eitt sinn fremsti kylfingur heims, mun snúa aftur á Opna bandaríska mótinu sem fer fram í Oakmont í júní, en þetta verður hans fyrsta mót frá því hann lék á Wyndham-mótinu í ágúst.

Woods tilkynnti í byrjun apríl að hann yrði ekki með á Masters-mótinu í Augusta, en enski kylfingurinn Danny Willett vann mótið nokkuð óvænt á dögunum.

Ástæðan fyrir því að Woods tók ekki þátt er sú að hann treysti sér ekki til þess að spila. Hann gekkst undir tvær bakaðgerðir á síðasta ári og er enn að jafna sig, en hann æfir þó daglega.

Hann verður þó að öllum líkindum klár í slaginn í júní, en hann er búinn að skrá sig til leiks á Opna bandaríska mótinu sem fer fram í Oakmont helgina 17.-19. júní. Þetta kemur fram í Golfweek í dag.

Woods hefur þrisvar sinnum unnið Opna bandaríska mótið en síðast vann hann það árið 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert