Betra hjá Ólafíu en sleppur ekki við niðurskurðinn

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, komst ekki í gegnum niðurskurðinn á sínu fyrsta móti á sterkustu mótaröð Evrópu, LET Evrópumótaröðinni, á Royal Dar Es Salam-vellinum í Rabat, höfuðborg Marokkó í dag.

Ólafía lék betur í dag en í gær og byrjaði hringinn frábærlega á tveimur fuglum. Því næst fylgdu hins vegar tveir skollar og einn tvöfaldur skolli.

Ólafía lék á fjórum höggum yfir pari í dag og bætti sig um fjögur högg frá því í gær. Hún fékk þrjá fugla, tíu pör, fjóra skolla og einn tvöfaldan skolla.

Samtals er Ólafía því á +12 eftir tvo hringi en það dugar ekki til þess að komast í gegnum niðurskurðinn sem er áætlaður á skorinu +5.

Ólafía er eins og staðan er núna í 114. sæti á mótinu af 125 keppendum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert